Umhverfi

Tryggjum réttlát umskipti

VG vill byggja umskipti yfir í kolefnishlutleysi á réttlæti og jöfnuði.

Sveitarfélög skulu mynda sér landnýtingarstefnu sem tekur mið af vernd og endurheimt náttúrulegra gæða

Stuðlum að kolefnisbindingu og endurheimt votlendis

Förum aðeins í vindorkuöflun með náttúru- og umhverfisvernd að leiðarljósi

Tryggjum vernd vistkerfa og skipuleggjum skógrækt og landgræðslu með líffræðilega fjölbreytni í huga

VG vill að sveitarfélög móti sér landnýtingarstefnu, sem við allar framkvæmdir miði að því að fyrirbyggja mengun, lágmarka rask náttúru og lífvera og að endurnýta jarðveg. Einnig að vernda og endurheimta votlendi, skóga og önnur vistkerfi og skipuleggja skógrækt og landgræðslu með líffræðilega fjölbreytni og kolefnisbindingu í huga.

Tryggjum loftgæði, vatnsvernd og aðgengi að neysluvatni

Tryggjum fræðslu um umhverfis- og loftslagsmál í leik- og grunnskólum

Drögum úr matarsóun á sveitarstjórnarstiginu

Aukum framboð matvæla með lágt kolefnisspor

VG vill að stofnanir sveitarfélaga dragi úr matarsóun og auki framboð matvæla með lágt kolefnisspor.

Innleiðum hringrásarhagkerfið af krafti í samstarfi sveitarfélaga um úrgangslausnir og fráveitu

VG vill setja kraft í innleiðingu hringrásarhagkerfisins og skoða samstarf um úrgangslausnir þvert á sveitarfélög. Átak verður gert til að koma fráveitumálum sveitarfélaga í fullnægjandi horf.

Höldum grænt bókhald og tryggjum að sveitarfélög séu vistvæn í kaupum á vörum og þjónustu

Eflum varnir gegn náttúruvá m.a. með aukinni uppbyggingu sjávar-, snjó- og skriðuvarnargarða

Aukum vægi náttúruverndarnefnda og tryggjum aðkomu þeirra að skipulagsmálum

Allt skipulag á að taka mið af náttúruvernd, loftslagsmálum og lýðheilsu