Menntamál

Gerum leikskólann og skólamáltíðir gjaldfrjáls

VG vill að stigin verði fleiri skref í átt að gjaldfrjálsum leikskóla og skólamáltíðum.

Aukum lífsgæði, brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla

VG vill brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og auka þannig lífsgæði ungra barnafjölskyldna. VG vill að sveitarfélög sýni jafnrétti í verki og hlúi að hópum í viðkvæmri stöðu.

Tryggjum jafnrétti, hlúum að hópum í viðkvæmri stöðu

Allir skólar eiga að hlúa að fjölbreytni, við erum öll hinsegin

VG vill að hinseginvænt sveitarfélag byrji í skólastofunni. Allir skólar eiga að hlúa að fjölbreytni.

Styrkjum forvarnir með aukinni jafnréttis- og kynjafræðslu í skólum og fræðslu um hið stafræna samfélag

Eflum íslenskukennslu og bætum lestrarhæfni barna

Bætum starfsumhverfi kennara

VG vill bæta starfsumhverfi kennara, efla samstarf ríkis og sveitarfélaga um fjölgun kennaranema og stuðla þannig að hærra hlutfalli fagmenntaðra kennara á öllum skólastigum.