Húsnæði og skipulag

Húsnæðiskostnaður á aldrei að vera meira en 33% af ráðstöfunartekjum

Setjum skýrar reglur um skammtímaleigu til ferðamanna

VG vill tryggja að skýrar reglur gildi um skammtímaleigu til ferðamanna í þágu almannahagsmuna.

Skipulag á að taka mið af þörfum íbúa og félagslegum fjölbreytileika

VG vill að skipulag íbúðabyggðar taki mið af félagslegum fjölbreytileika og þörfum umhverfis og íbúa.

Byggjum 15 mínútna hverfi

VG vill 15 mínútna hverfi í sveitarfélögum sem innihaldi alla almenna þjónustu

Byggjum upp öruggt og heilsusamlegt umhverfi með lágmörkun ferðarþarfar og áherslu á fjölbreytta ferðamáta og almenningssamgöngur

VG vill að skipulag taki mið af umferðarhraða, loftgæðum og hljóðvist svo öll geti lifað í öruggu umhverfi án heilsuspillandi þátta. Dregið verði úr daglegri ferðaþörf með rafrænni þjónustu og úr ferðatengdri mengun með almenningssamgöngum og skipulagi sem stuðlar að fjölbreyttum ferðamátum.

Styðjum óhagnaðardrifin leigufélög með því að tryggja þeim lóðir

VG vill lóðir fyrir óhagnaðardrifin leigufélög í sveitarfélögum

Aukum möguleika sveitarfélaga á að hafa frumkvæði í verndun svæða

VG ber virðingu fyrir friðlýstum og óröskuðum svæðum í þéttbýli og dreifbýli og vill aukið frumkvæði sveitarfélaga í að fjölga friðlýstum svæðum á landinu.

Gerum ráð fyrir geymslu og miðlun vistvænna orkugjafa innan sveitarfélaga