Efnahagur

Sköpum störf án staðsetninga og fjarvinnukjarna

Aukum samvinnu við menntastofnanir og atvinnulíf um fjarvinnustöðvar

VG vill að sveitarfélög hafi forgöngu um að auglýsa störf án staðsetningar, stuðli að uppbyggingu fjarvinnukjarna og bjóði starfsmönnum sínum að nýta aðstöðuna. Sveitarfélög fari í sameiginlegt átak við uppbyggingu fjarvinnustöðva í góðu samstarfi við menntastofnanir og atvinnulífið.

Sköpum störf í náttúru- og umhverfisvernd og uppbyggingu grænna svæða

VG vill að sveitarfélög taki þátt í að skapa græn störf m.a. við náttúruvernd og uppbyggingu grænna svæða sem auka aðdráttarafl og efla ferðaþjónustu.

Endurskoðum tekjustofna sveitarfélaga

Fullvinnum afurðir heima í héraði og leggjum áherslu á hringrásarhagkerfið, m.a. til áburðarframleiðslu

VG vill að búnir verði til hvatar til að fullvinna afurðir í heimabyggð og að úrgangsmál verði endurskoðuð með það að marki. Skoða þarf sérstaklega nýtingu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu og umhverfisvænni leiða við sorpflutning.